Fara í efni
Fréttir

Samstöðufundur á Akureyri vegna Úkraínu

Andrii Gladii sem skipuleggur fundinn á Ráðhústorgi í morgun. Grunnurinn er skjáskot af vef BBC, myn…
Andrii Gladii sem skipuleggur fundinn á Ráðhústorgi í morgun. Grunnurinn er skjáskot af vef BBC, mynd frá Kænugerði, höfuðborg Úkraínu.

Úkraínumaðurinn Andrii Gladii, sem búsettur hefur verið á Akureyri síðustu þrjú ár, boðar til samstöðufundar á Ráðhústorgi á morgun, sunnudag,  klukkan 15.00 vegna innrásar Rússa í heimaland hans. 

Gladii er frá borginni Zaporizhzhia í austurhluta Úkraínu. Hann er alþjóða stjórnmálafræðingur að mennt og starfar hjá Norðurslóðaneti Íslands á Akureyri. „Fólkið mitt þjáist,“ segir hann í samtali við Akureyri.net, og kveðst ómögulega geta setið hjá.

„Tökum höndum saman og sýnum samstöðu með úkraínsku þjóðinni á erfiðum tímum. Mætum á Ráðhústorg kl. 15 og mótmælum fordæmalausri innrás á tímum friðar í Evrópu,“ segir í kynningu á viðburðinum á Facebook.

„Við verðum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur og kalla eftir sterkum viðbrögðum stjórnvalda – til að koma í veg fyrir þann mannlega harmleik sem vofir yfir milljónum manna,“ segir þar.