Fara í efni
Fréttir

Samstaða lykillinn að réttlátu þjóðfélagi

Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, hvetur til samstöðu í þjóðfélaginu, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag, í tilefni alþjóðlegs dags verkalýðsins.

Rúmlega 20 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og Björn segir stærsta verkefnið framundan að vinna bug á atvinnuleysinu. „Þau sem misstu vinnuna, finna eðlilega mest fyrir kreppunni og hlutverk samfélagsins er þess vegna að minnka atvinnuleysið með öllum tiltækum ráðum, enda langtíma-atvinnuleysi eitt mesta böl sem einstaklingar geta orðið fyrir,“ segir Björn.

„Látum það ekki gerast að ójöfnuður aukist, byggjum þess í stað upp þjóðfélag þar sem afkoma samfélagsins verður áfram með því besta sem þekkist í veröldinni. Við slíkar aðstæður gefur það augaleið að lífskjör launþega eiga að vera góð og mannsæmandi.

Smellið hér til að lesa grein Björns Snæbjörnssonar