Fara í efni
Fréttir

Samningur um þjónustu úti á landi næsta skref

Einn helsti ávinningur samnings Sjúktratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur í vikunni er umtalsverð lækkun á greiðsluþátttöku almennings í þjónustu sérfræðilækna, segir Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. „Ætla má að með nýjum samningi muni greiðsluþátttaka almennings lækka um allt að 3 milljarða króna á ári. Hér er um að ræða mikilvægt skref í þá átt að stuðla að heilbrigðisjöfnuði og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að sérfræðilæknum,“ segir hún.

„Í kjölfarið á þessum samningum telur undirrituð afar brýnt að áfram verði haldið í samningagerð við sérfræðilækna svo þeir sjái hag sinn í því að sinna þjónustu einnig úti á landi. Markmiðið með þeim samningum ætti að vera að jafna aðgengi að þjónustu sérfræðilækna á landsbyggðinni þannig að treysta megi að þjónusta þeirra sé einnig hluti af heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. “

Smellið hér til að lesa grein Ingibjargar