Fara í efni
Fréttir

Samningur um stuðning við frumkvöðlastarf

Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður …
Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs Akureyrarbæjar. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær og AkureyrarAkademían hafa gert samning um samstarf næstu þrjú ár með það að markmiði að styðja við frumkvöðlastarf. Um leið er markmiðið að styðja starfsemi Akademíunnar, með því að bjóða einstaklingum sem vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum upp á vinnuaðstöðu í húsnæði hennar án endurgjalds.

Í tilkynningu segir að starfsaðstöðunni fylgi skrifstofuhúsgögn, nettenging, aðgangur að prentara og sameiginlegri aðstöðu, svo sem fundaherbergi og eldhúsaðstöðu. Gert er ráð fyrir að starfsaðstaðan verði auglýst laus til umsóknar til sex mánaða í senn fyrir einstaklinga sem vinna að verkefnum á sviði nýsköpunar eða frumkvöðlastarfs og að í haust verði auglýst í fyrsta skipti eftir umsóknum.

Samningsaðilar hafa sett verklagsreglur um auglýsingar og hvernig verður staðið að vali á þeim einstaklingum sem fá inni hjá Akademíunni hverju sinni og þær má kynna sér á heimasíðu hennar. Smellið hér til að fara þangað.