Fara í efni
Fréttir

Samkomur í kirkjunum á Akureyri um jólin

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Nú liggur fyrir, eftir að nýjasta reglugerð um samkomutakmarkanir vegna Covid-19 tók gildi, hvernig samkomuhaldi verður háttað í kirkjunum á Akureyri um jólin. Eftirfarandi upplýsingar eru á heimasíðum Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.

Akureyrarkirkja

Aðfangadagur, 24. desember

Jólastund fyrir börnin – barnakórssöngur og jólasaga klukkan 13.00 til 13.45. Séra Stefanía G. Steinsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti sjá um athöfnina.

Aftansöngur klukkan 18.00. Prestur séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Miðnæturmessa kl. 23.30. Prestur er séra Stefanía G. Steinsdóttir. Kammerkórinn Hymnodia syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónsson.

Jóladagur, 25. desember

Hátíðarmessa kl. 11.00 - 12.00. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Harpa Ósk Björnsdóttir syngur einsöng. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

  • Athugið – fyrir allar stundir í kirkjunni þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Það má ekki vera eldra en 48 klst. Heimapróf gilda ekki. Grímuskylda er í kirkjunni.
  • Boðið verður upp á 50 manna hólf fyrir þá sem ekki komust í hraðpróf.

Glerárkirkja

Aðfangadagur, 24. desember

Aftansöngur klukkan 17.00, athugið ekki kl. 18.00 eins og venjan er.

Jóladagur, 25. desember

Hátíðarguðsþjónustu, sem hefst klukkan 13.00, verður streymt á Facebooksíðu Glerárkirkju.

Nýársdagur, 1. janúar

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 í kirkjunni.

  • Við allar þær stundir sem fara fram í kirkjunni þurfa gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í anddyri kirkjunnar.