Fara í efni
Fréttir

Safna fyrir fjölskyldu Guðlaugar Rögnu

Safna fyrir fjölskyldu Guðlaugar Rögnu

Guðlaug Ragna Magnúsdóttir varð bráðkvödd á heimili sínu á Akureyri síðastliðinn þriðjudag, aðeins 32 ára. Hún lætur eftir sig sambýlismann og tvö börn. Ættingjar og vinir fjölskyldunnar hafa hrundið af stað fjársöfnun fyrir barnsföður Guðlaugar og börnin.

Alma Axfjörð á Akureyri birti eftirfarandi á Facebook:

„Elsku hjartans tengdadóttir mín, Guðlaug Ragna Magnúsdóttir, varð bráðkvödd aðfararnótt þriðjudags 17. ágúst. Guðlaug Ragna var 32 ára og lætur eftir sig sambýlismann og 2 börn, 8 og 14 ára.

Skarðið er stórt og höggið mikið. Erfiðir tímar eru framundan fyrir alla ástvini Guðlaugar. Það er nóg að glíma við sorgina og missinn svo ekki bætist við fjárhagsáhyggjur fyrir litlu fjölskylduna.

Við höfum þvi ákveðið að hefja söfnun fyrir barnsföður og börn hennar til að reyna að létta undir fyrir þau.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Söfnunarreikningur er á nafni barnsföðurs.

  • 0370  22  016829  Kennitala  310188 2559

Með kærleika og fyrir hönd söfnunarinnar

Alma Axfjörð.“