Fara í efni
Fréttir

Safna fyrir fjölskyldu drengs með hvítblæði

Safna fyrir fjölskyldu drengs með hvítblæði

Rúnar Berg Gunnarsson, fimm ára drengur á Akureyri, greindist með hvítblæði á dögunum og nú hafa vinir og ættingjar foreldra hans, Ingibjargar Huldu Jónsdóttur og Gunnars Jarls Gunnarssonar, opnað styrktarreikning til stuðnings fjölskyldunni. Ljóst er að foreldrarnir verða frá vinnu og þurfa að dvelja langdvölum í Reykjavík. Þá verður áheitum einnig safnið í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

    • Styrkt­ar­sjóð­ur Rún­ars: Reikn­ings­núm­er 0511 - 14 - 011788. Kennitala 020892 - 3749
    • Hlaup­a­hóp­ur­inn Vin­ir Rún­ars hlaup­a til styrkt­ar Styrkt­ar­fé­lags krabb­a­meins­sjúkr­a barn­a í Reykj­a­vík­ur­mar­a­þon­in­u. Smellið hér til að heita á hópinn.

Það var fyrir liðlega tveimur vikum sem foreldrar Rúnars tóku eftir að því að hann var ólíkur sjálfum sér og Ingibjörg, sem er hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, tók blóðprufu af syni sínum eftir að hann var slappur og með hita heila helgi. Hún gerði sér grein fyrir því að ekki var allt með felldu, strax var farið með drenginn á Landsítalann og tveimur dögum síðar, eftir að tekið var beinmbergssýni og mænuvökvi úr Rúnari, lá niðurstaðan fyrir.

Í samtali við Fréttablaðið í gær hrósa hjón­in heil­brigð­is­kerf­in­u í há­stert en grein­ing­in var kom­inn rúm­um tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að blóð­pruf­an var tek­in. „Bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­ur voru komn­ar í há­deg­in­u eft­ir sýn­a­tök­ur fyrr um morg­un­inn þar sem bein­merg­sýn­i og mæn­u­vökv­i var tek­inn. Sýn­in voru síð­an send til Kaup­mann­a­hafn­ar til frek­ar­i rann­sókn­a.“

Rún­ar Berg byrj­að­i strax í lyfj­a­með­ferð seinn­i­part mið­vik­u­dags og frek­ar­i nið­ur­stöð­ur að utan voru komn­ar til lands­ins á föst­u­deg­in­um.

„Það er alveg magn­að að sjá hvern­ig þett­a ferl­i fór bara í gang,“ seg­ir Gunn­ar í Fréttablaðinu. „Við erum bara orð­laus yfir stuðn­ingn­um bæði fé­lags­leg­a stuðn­ingn­um og hvað kerf­ið gríp­ur mann þétt.“

Fjöl­skyld­unn­i var út­hlut­að íbúð í Reykj­a­vík af Styrkt­ar­fé­lag­i krabb­a­meins­sjúkr­a barn­a en ljóst er að þau hjón­in þurf­a að dvelj­a í höf­uð­borg­inn­i á með­an Rún­ar Berg er í lyfj­a­með­ferð.

„Það er alveg ynd­is­legt fólk sem hef­ur tek­ið á móti okk­ur hérn­a Barn­a­spít­al­an­um. Við höf­um feng­ið að hitt­a fé­lags­ráð­gjaf­a, djákn­a, lækn­a og hjúkr­un­ar­fræð­ing­a sem hafa leitt okk­ur á­fram í þess­u,“ seg­ir Gunn­ar í Fréttablaðinu.

Skjót við­brögð heil­brigð­is­kerf­is­ins virð­ast hafa skipt sköp­um og seg­ir Gunn­ar á­vinn­ing­ur strax kom­inn af lyfj­a­með­ferð­inn­i. „Í dag er rúm vika lið­in og það er strax kom­inn á­vinn­ing­ur af lyfj­a­með­ferð­inn­i hon­um er far­ið að líða bet­ur. Hann er ekki með jafn mikl­a bein­verk­i. Hann þurft­i morf­ín og fent­a­nýl plást­ur fyrst­u dag­ann­a en núna í dag í fyrst­a skipt­i þurft­i hann eng­inn verkj­a­lyf,“ seg­ir Gunn­ar.

Smellið hér til að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu.