Fara í efni
Fréttir

Sækja þarf um pláss á leikskóla fyrir 1. febrúar

Leikskólinn Klappir er í byggingu við Glerárskóla og á að vera tilbúinn í haust. Mynd af vef Akureyr…
Leikskólinn Klappir er í byggingu við Glerárskóla og á að vera tilbúinn í haust. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Næsta haust er gert ráð fyrir innritun barna sem fædd eru í ágúst 2020 og fyrr í leikskóla á Akureyri. Upplýsingar um innritun verða sendar til foreldra í marsmánuði og því er mikilvægt að allar umsóknir hafi borist fyrir 1. febrúar næstkomandi, að því er segir á heimasíðu bæjarins.

Gert er ráð fyrir að foreldrum yngstu barna verði boðin leikskólavist fyrir börn sín í Árholti, Klöppum og í þeim skólum öðrum þar sem kunna að verða pláss. Nokkrir þættir ráða innritunaraldri í hverjum skóla, svo sem aldurssamsetning barnahópsins sem fyrir er, fjöldi umsókna, fjöldi lausra rýma ásamt aðstæðum innan skóla og á skólalóð. 

HÉR er hægt að sækja um leikskólapláss

Á heimasíðu Akureyrarbæjar eru þeir foreldrar sem hafa þegar sótt um leikskóla en vilja breyta vali sínu, beðnir um að senda inn nýja umsókn. Í innritunarferlinu gildir ávallt nýjasta umsóknin. Það er hægt að gera HÉR með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.