Fara í efni
Fréttir

Rótarýklúbbur færði Bjargey leikjatölvu

Jóhanna Ásmundsdóttir, forseti Rótarýklúbbs Akureyrar, til vinstri, Ólína Freysteinsdóttir forstöðumaður Meðferðarheimilisins Bjargeyjar og Hólmar Erlu Svansson ritari Rótarýklúbbs Akureyrar.
Fulltrúar Rótarýklúbbs Akureyrar komu færandi hendi á dögunum á meðferðarheimilið Bjargey að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Klúbburinn gaf þá heimilinu leikjatölvu.
 
„Við í Rótarýklúbbi Akureyrar fórum ásamt vinaklúbbi okkar í Rótarýklúbbi Borgarness í kynnisferð í Bjargey síðastliðið sumar. Við vorum hrifin af því sem fyrir augun bar og langaði að leggja starfseminni lið með einhverjum hætti. Á dögunum kom tækifærið upp í hendur okkar og við gáfum Bjargey forláta Play Station 5 leikjatölvu sem ætti að geta nýst til afþreyingar, keppni og samskipta í daglegum störfum meðferðarheimilisins,“ segir Hólmar Erlu Svansson, ritari Rótarýklúbbs Akureyrar.
 

„Við vissum að þarna var gott starf í gangi en vissum ekki fyrr en eftir heimsókn okkar að hér er rekin einstök starfsemi á landsvísu fyrir stúlkur og kynsegin sem öll eru að eiga við sín lífsverkefni. Við í Rótarýklúbbi Akureyrar erum stolt af því að geta lagt góðum verkefnum lið og stutt þau með þeim hætti sem við getum,“ segir Hólmar.

Hvað er Bjargey? Frétt Akureyri.net í júní 2022:

Meðferðarheimilið Bjargey opnað