Fara í efni
Fréttir

Ríkisendurskoðun með skrifstofu á Akureyri

Skrifstofa Ríkisendurskoðunar verður í Glerárgötu 34, húsinu til hægri á myndinni. Ljósmynd: Skapti …
Skrifstofa Ríkisendurskoðunar verður í Glerárgötu 34, húsinu til hægri á myndinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Rík­is­end­ur­skoðun opnar skrif­stofu á Ak­ur­eyri á næstu viku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. „Það er rétt að við erum að ráðast í þetta eft­ir nokkra at­hug­un á síðustu miss­er­um hvernig best væri að standa að þessu,“ seg­ir Skúli Eggert Þórðar­son rík­is­end­ur­skoðandi í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Verk­efni skrif­stof­unn­ar verða að ann­ast fjár­hag­send­ur­skoðun á A-stofn­un­um, svo sem heilsu­gæslu, mennta­stofn­un­um, lög­reglu, sýslu­mönn­um og ýms­um stofn­un­um á Norður- og Aust­ur­landi og ann­ast stjórn­sýslu­út­tekt­ir og liðsinna við eft­ir­lit með rík­is­tekj­um.

„Á und­an­förn­um árum hef­ur starfs­fólk komið úr Reykja­vík til að sinna þess­um verk­efn­um en nú verða nokkr­ir starfs­menn staðsett­ir á Ak­ur­eyri. Jafn­framt er áformað að færa ákveðin verk­efni fyr­ir landið allt, sem ein­göngu eru unn­in ra­f­rænt, til Ak­ur­eyr­ar,“ seg­ir Skúli Eggert í Morgunblaðinu.

Skrifstofa Ríkisendurskoðunar verður að Glerárgötu 34.