Fara í efni
Fréttir

Rennibrautirnar Trektin og Flækjan opnar á ný

Mynd af Facebook síðu Sundlaugar Akureyrar
Rennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar hafa verið opnaðar á ný eftir viðgerð. Þær voru lokaðar í þrjár vikur við lítinn fögnuð laugargesta, enda veðrið verið með eindæmum gott undanfarið.
 
Búið er að pússa, slípa og lakka alla rennifleti í stóru brautunum (Trektinni og Flækjunni) og yfirfara öll samskeyti,“ segir á Facebook síðu Sundlaugar Akureyrar. „Lendingarlaugin er örlítið kaldari en venjulega og í henni er svolítið af gulu ryki úr brautunum en okkur grunar að það muni ekki stoppa neinn í að fara nokkrar salíbunur. Við viljum nota tækifærið og minna á öryggisreglur rennibrautanna og biðja foreldra og forráðamenn að brýna fyrir börnum sínum að fara eftir þeim.“