Fara í efni
Fréttir

Regnbogatröppur spreyjaðar svartar

Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ, segir þetta í fyrsta skipti sem skemmdarverk eru unnin á tröppunum. Linda Björk tók þessa mynd.

Skemmdarverk var unnið á regnbogatröppum á Akureyri í nótt. RÚV greinir frá þessu í dag. Forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ telur hugsanlegt að innblástur af verknaðinum hafi verið fenginn af svipuðu skemmdarverki á höfuðborgarsvæðinu um helgina, að því er kemur fram í frétt RÚV.

Tröppurnar liggja upp að ungmennahúsinu Rósenborg á Akureyri. Hinsegin félagsmiðstöð í bænum málaði tröppurnar í fyrra en í hádeginu  í dag gekk Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ, fram á þá ófögru sjón að spreyjað hafði verið með svörtu veggjaspreyi yfir regnbogatröppurnar.

„Það er náttúrlega bara mjög sorglegt að fólk geti ekki leyft þessum regnbogalitum og fánum að vera í friði. Ég sé ekki hvernig það skaðar nokkurn einasta mann þó það séu regnbogalitir einhvers staðar,“ segir Linda við RÚV.

Nánar hér á vef RÚV