Fara í efni
Fréttir

Rafstefnumót Kia haldið á bílasölu Hölds

Rafstefnumót Kia verður haldið á bílasölu Hölds á Akureyri laugardaginn 2. september, „þar sem rafmagnað úrval Kia bíla verða til sýnis“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu.

„Markmið viðburðarins er að hvetja Íslendinga til að festa ráð sitt fyrir áramót þar sem undanþága af virðisaukaskatti 100% rafbíla gildir til áramóta og er ennþá óvíst með framhaldið. Það er því hægt að spara allt að 1.320.000kr. með því að finna traustan rafbíl fyrir áramót. Rómantíkin mun liggja í loftinu á bílasölu Hölds Þórsstíg 2 Akureyri og stendur viðburðurinn frá kl. 12-16 á laugardaginn.“