Fara í efni
Fréttir

Ráðinn rekstrarstjóri atNorth á Íslandi

Erling Guðmundsson og Örn Ingvi Jónsson.

Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra (e. Operations Director) á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Gagnaver sem tekið var í notkun um mitt síðasta ár að Hlíðarvöllum, iðngörðum sunnan Hlíðarfjallsvegar á Akureyri, er í eigu atNorth.

„Örn Ingvi kemur til atNorth frá Controlant þar sem hann var framkvæmdastjóri tækjareksturs. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Mink Campers í um þriggja ára skeið eftir ríflega tveggja áratuga feril hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri,“ segir í tilkynningu.

„Með ráðningu Arnar Ingva heldur atNorth áfram að styrkja teymi fyrirtækisins með þjónustu við viðskiptavini í huga, en eftirspurn eftir þjónustu atNorth hefur aukist hröðum skrefum. Fyrirtækið rekur nú sjö gagnaver í þremur af fimm Norðurlöndum og eru áætlanir um þrjú til viðbótar, auk stækkunar gagnavers atNorth á Akureyri. Norðurlöndin henta sérlega vel fyrir uppbyggingu gagnavera og ofurtölvubúnaðar vegna aðgengi að umhverfisvænni orku og kjöraðstæðna til góðrar orkunýtingar.“

Haft er eftir Erlingi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra rekstrar atNorth að fyrirtækið sé í örum vexti „og fögnum við liðsinni Arnar Ingva á vegferð okkar, en hann kemur til með að bera ábyrgð á rekstri, skipulagningu og framkvæmd innviðaverkefna innan gagnavera atNorth á Íslandi. Reynsla hans af forystu og af því að byggja upp og stjórna ört vaxandi teymum kemur til með að nýtast honum vel í störfum hans fyrir atNorth. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa.“

Örn Ingvi er með C.Sc.-próf í vélaverkfræði frá Háskóla íslands og M.Sc.-próf í vélaverkfræði frá Danmarks tekniske Universitet. „Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem mæta mér hjá atNorth og fagna tækifærinu til að leggja lið ört vaxandi grein upplýsingatæknigeirans, sem er uppbygging gagnaversþjónustu. Gagnaver, ofurtölvuútreikningar og leika sífellt stærra hlutverk og mikil sóknarfæri með uppbyggingu hér þar sem hún styður við markmið um aukna sjálfbærni og samdrátt útblásturs,“ segir hann í tilkynningunni.