Fara í efni
Fréttir

Pólverjar „rúnta“ á F-16 orrustuþotum

Endun rúntinn heima! Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Endun rúntinn heima! Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Starfsmenn pólska hersins sinna loftrýmisgæslu hérlendis þessa dagana á fjórum F-16 orr­ustuþotum. Þetta er í fyrst sinn sem Pólverjar taka þátt í verkefninu og eru um 140 liðsmenn þaðan að störfum hér ásamt fulltrúum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Þýskalandi og starfsmanna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, skv. upplýsingum Landhelgisgæslunnar.

Pólverjar æfa aðflug á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Akureyringar urðu varir við þá í gær og verða áfram því æfingarnar standar yfir til 3. september.

Lesendur kunna að spyrja sig: hvað er loftrýmisgæsla? Um hana segir á vef Stjórnarráðsins:

  • Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins fer fram hér á landi samkvæmt sérstakri ákvörðun fastaráðs Atlantshafsbandalagsins frá 2007. Yfirmaður herafla NATO í Evrópu (SACEUR) hefur umsjón með henni. Er hún liður í því að gæta að nyrðri mörkum NATO og auka samstarfshæfni og viðbragðsgetu þátttökuríkja.
  • Að jafnaði koma erlendar flugsveitir hingað til lands til loftrýmisgæslu þrisvar á ári. Misjafnt er frá hvaða aðildarríkjum NATO þær koma en þó er ávallt ein þessara sveita bandarísk.
  • Bækistöðvar flugsveitanna eru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og dvelja þær yfirleitt í nokkrar vikur í senn. Auk þess að sinna loftrýmisgæslunni stunda flugsveitirnar æfingar af ýmsu tagi. Fyrir flugheri margra ríkja býður Ísland upp á fjölbreyttar og framandi aðstæður. Þannig fá flugmenn landluktra ríkja, svo sem Tékklands, tækifæri til að fljúga yfir sjó, sem gerist ekki á hverju ári.

Þorgeir Baldursson fylgdist með Pólverjunum á „á rúntinum“ yfir Akureyri í gær í gegnum myndavélina.