Fara í efni
Fréttir

Play æfir aðflug að Akureyrarflugvelli

Þota Play við Akureyrarflugvöll í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
Þota Play við Akureyrarflugvöll í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Þota Play flugfélagsins hefur verið við aðflugsæfingar við Akureyri í dag. Jómfrúarferð félagsins verður á fimmtudaginn þegar flogið verður frá Keflavík til Stanstead flugvallar við London á Englandi. Ekki stendur til að vélar Play fljúgi til Akureyrar, en aðflug þarf hins vegar að æfa þar sem Akureyrarflugvöllur er varavöllur fyrir Keflavík.Þota Play yfir Akureyrarflugvelli í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.