Fara í efni
Fréttir

Pétur Jósefsson kennari er látinn

Pétur Jósefsson kennari er látinn

Pétur Jósefsson, kennari og fasteignasali, lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. janúar, 83 ára að aldri. Hann fæddist í Grundarfirði 13. júlí 1937.

Pétur starfaði sem kennari á Akureyri í áratugi, við Gagnfræðaskóla Akureyrar, Iðnskólann á Akureyri og loks við Verkmenntaskólann á Akureyri. Jafnframt þessu var hann fasteignasali á Akureyri um árabil. Pétur var virkur í ýmsu félagsstarfi á Akureyri, skrifaði greinar í blöð og gaf fyrir nokkrum árum út smásagnasafn undir heitinu Ekki skýhnoðri á himni.

Eiginkona Pétur var Rósa Dóra Helgadóttur, sem lést 1999. Þau bjuggu megnið af sinni hjúskapartíð á Akureyri. Pétur og Rósa eignuðust sex börn, þau eru Helgi, Halldór, Hildur, Hólmfríður, Arnkell Logi og Þorkell Máni.

Útför Péturs fer fram frá Fossvogskirkju á fimmtudaginn, 4. febrúar, klukkan 13.00.