Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði lokuð, hvasst á Akureyri

Öxnadalsheiði er enn lokuð vegna veðurs. Veður á Akureyri er ágætt eins og er en mjög hvasst verður um hádegisbil, spáð er sterkri suðvestanátt, 26 metrum á sekúndu. Töluvert hvasst verður fram eftir degi en lægir undir hvöld. Á morgun snýst í hvassa norðaustanhátt eða storm með snjókomu eða éljum á norðurhelmingi landsins, að því er segir í hugleiðinum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun.

Flug liggur niðri en skv. upplýsingum frá Flugfélagi Íslands verða upplýsingar næst gefnar kl. 12.30. Vegagerðin gefur næst upplýsingar um færð kl. 14.00, en auk Öxnadalsheiðar eru bæði Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð.

Uppfært klukkan 16.00 - Öxnadalsheiði er enn lokuð, upplýsingar næst gefnar kl. 18.00. Flug hefur legið niðri en gert ráð fyrir að það hefjist undir kvöld.