Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði lokuð á ný vegna áreksturs

Vegurinn um Öxnadalsheiði var opnaður í morgun eftir að snjómokstri lauk eins og Akureyri.net greindi frá en nú hefur honum verið lokað á ný vegna áreksturs í Bakkaselsbrekkunni. Löng röð bíla er á staðnum.

Lítið ferðaveður er þar og er fólk beðið að bíða með að leggja af stað á heiðina, segir á vef Vegagerðarinnar.

Ferðalangur sem sendi Akureyri.net línu taldi um 500 bíla á suðurleið bíða eftir því að komast yfir heiðina!

Vefur Vegagerðarinnar