Fara í efni
Fréttir

Öxnadalsheiði lokað - tvö snjóflóð á veginn

Mynd úr safni.

Engan sakaði þegar tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í kvöld, en heiðinni var þó lokað um miðnætti, eftir síðara flóðið, því hætta þótti á fleirum.

Nokkrir bílar voru á ferð á heiðinni í kvöld en enginn lenti í flóðinu. Bílstjórar lentu þó í vandræðum beggja vegns flóðsins og hópur björgunarsveitarmanna fór ásamt lögreglu á heiðina, bæði úr Eyjafirði og Skagafirði, til aðstoðar fólki sem komst hvorki lönd né strönd. Búið var að losa flesta bílana og hjálpa fólki af stað til byggða þegar síðara flóðið féll, á svipuðum stað og hið fyrra, og var þá ákveðið að drífa alla burt. Þrír bílar, sem enn sátu fastir, voru skildir eftir.

Aðstæður verða kannaðar í fyrramálið og óljóst hvenær mögulegt verður að opna heiðina fyrir bílaumferð.