Fara í efni
Fréttir

Óvenjulega langt farþegaskip, eða hvað?

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þrjú farþegaskip lágu bundin við bryggju á Oddeyri í dag og tvö að auki í Grímsey. Þau tvö voru lítil og eitt þeirra þriggja við Pollinn, en tvö stór og áberandi.

Um borð í Caribbean Princess voru rúmlega 3.000 farþegar og 1.200 starfsmenn og í Norwegian Prima voru farþegarnir örlítið fleiri en í prinsessunni og starfsmenn um 1.500. Stór hluti farþega fer jafnan frá borði og því ekki að undra að margt hafi verið um manninn í blíðviðrinu við Pollinn í dag.

Skipið á myndinni kann að virðast óvenju langt en ef vel er að gáð eru þau tvö; hið fremra, Norwegian Prima, liggur við bryggju en Caribbean Princess nýlega lagt af stað til hafs á ný. Um borð í skipunum tveimur eru alls um 9.000 manns.