Fara í efni
Fréttir

Óvenjuleg „hestöfl“ á Miðhúsabrautinni!

Skjáskot úr myndbandi Önnu Berglindar Sveinbjörnsdóttur.
Skjáskot úr myndbandi Önnu Berglindar Sveinbjörnsdóttur.

Hestastóð birtist óvænt á Miðhúsabrautinni um hádegisbil og virtist kunna vel að meta að komast á beit nýjum slóðum, beggja vegna þessarar miklu umferðargötu. Verið var að reka hestana þegar þeir sluppu, ökumenn tóku ferðalöngunum vitaskuld vel og biðu átekta á meðan eigendur og aðstoðarmenn þeirra smöluðu stóðinu saman og ráku á brott. Þarna voru einir 30 hestar á ferð.

Anna Berglind Sveinbjörnsdóttir íbúi í Ásatúni tók stórskemmilegt myndband af stóðinu og hafði gaman af!

Smelltu hér til að sjá myndbandið