Fara í efni
Fréttir

Óttast að ekki verði hægt að nýta auðlindir

Formaður stjórnar Norðurorku, Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn á Akureyri, leggst gegn frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarð á hálendinu í núverandi mynd. Hún óttast að verði frumvarpið að veruleika verði lokað fyrir nýtingu þjóðarinnar á orkuauðlindum hálendisins um alla framtíð.

Verði frumvarpið að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Hér er um veigamikla stefnubreytingu í landnotkun að ræða því hátt í 70% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar í dag er upprunnin innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs,“ segir Ingibjörg í aðsendri grein hér á Akureyri.net í dag.

„Frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð felur í sér að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk. Það sama mun þá eiga við um núverandi Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta mun takmarka mjög möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi en þá sem beint lítur að rekstri þjóðgarðsins. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á þá sem nýtt hafa hálendið hingað til og mun takmarka framtíðartækifæri þjóðarinnar í þeim efnum,“ segir í greininni.

Grein Ingibjargar er HÉR