Fara í efni
Fréttir

Öruggur sigur Þórs í fyrsta heimaleiknum

Marín Lind Ágústs­dótt­ir, sem brunar hér fram völlinn með boltann í kvöld, lék vel gegn Snæfelli. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór sigraði Snæfell býsna örugglega, 79:67, í 1. deild kvenna í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins, í Íþróttahöllinni í kvöld. Liðið hefur þar með unnið fyrstu tvo leikina í deildinni, það lagði Ármann að velli í Reykjavík í fyrstu umferð.

Þetta var langþráð stund því Þórsarar tefldu ekki fram kvennaliði síðustu tvo vetur. Leikurinn var þar af leiðandi sá fyrsti á heimavelli síðan vorið 2019.

Þórsliðið fór rólega af stað, gestirnir höfðu yfirhöndina til að byrja með eftir að þeir skoruðu úr nokkrum þriggja stiga skotum, en Þór var kominn yfir áður en fyrsti leikfjórðungur var úti og hélt forystu allan tímann.

Frammistaða Þórsara í kvöld:

  • Marín Lind Ágústs­dótt­ir 15 stig, ​9 fráköst, 4 stoðsendingar
  • Hrefna Ottós­dótt­ir 14 stig, ​12 frá­köst, 4 stoðsendingar
  • Kar­en Lind Helga­dótt­ir 12 stig, 3 fráköst
  • Rut Herner Kon­ráðsdótt­ir 11 stig, 6 fráköst, 2 stoðsendingar
  • Krist­laug Eva Wium Elías­dótt­ir 10 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar
  • Heiða Hlín Björns­dótt­ir 7 stig, 7 fráköst, 6 stoðsendingar
  • Ásgerður Jana Ágústs­dótt­ir 5 stig, 5 fráköst, 1 stoðsending
  • Katla María Magda­lena Sæ­munds­dótt­ir 3 stig, 1 stoðsending
  • Hrafn­hild­ur Magnús­dótt­ir 2 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar
  • Þórsarar tóku 37 fráköst í vörn og 12 í sókn.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins.

Tvö viðtöl sem tekin voru eftir leik eru á heimasíðu Þórs – hér er rætt við Marín Lind Ágústsdóttur og hér við Daníel Andra Halldórsson, þjálfara.

Heiða Hlín Björns­dótt­ir átti 6 stoðsendingar í kvöld. Sianni Amari Martin, til hægri, var yfirburðamaður í liði gestanna, gerði 40 stig.