Fara í efni
Fréttir

Opið lengur í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ákveðið hefur verið að lengja afgreiðslutímann í Hlíðarfjalli og Sundlaug Akureyrar í aðdraganda páska enda má segja að nú sé vor í lofti og að páskaveðrið sé komið með frábæru skíðafæri. Þetta var tilkynnt í dag á vef Akureyrarbæjar.

„Opið verður lengur á föstudögum og laugardögum í Fjallinu og á laugardögum í sundið. Þannig verður þetta fram yfir páska. Nýja stólalyftan, Fjallkonan, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. mars, sem auka mun ánægju og bæta upplifun skíðafólks til mikilla muna. Stefnt er að því að opna útiveitingasölu á svæðinu suðvestan við skíðahótelið til að skapa skemmtilegri stemningu fyrir gesti svæðisins,“ segir í tilkynningunni.

Afgreiðslutíminn í Hlíðarfjalli verður sem hér segir á næstunni:

  • Föstudagur 17. mars: kl. 10-19
  • Laugardagur 18. mars: kl. 9-17
    _ _ _
  • Föstudagur 24. mars: kl. 10-19
  • Laugardagur 25. mars: kl. 9-17
    _ _ _
  • Föstudagur 31. mars: kl. 10-19
  • Laugardagur 1. apríl: kl. 9-17
    _ _ _
    PÁSKARNIR
  • Skírdagur - fimmtudagur 6. apríl: kl. 9-17
  • Föstudagurinn langi - 7. apríl: kl. 9-17
  • Laugardagur 8. apríl: kl. 9-17
  • Páskadagur - 9. apríl: kl. 9-17
    _ _ _
  • Föstudagur 14. apríl: kl. 10-19
  • Laugardagur 15. apríl: kl. 9-17

Í Sundlaug Akureyrar verður afgreiðslutíminn lengdur til kl. 20 næstu laugardaga og um páskana verður opið til kl. 20 frá 6.-8. apríl og aftur laugardaginn 15. apríl.

„Loks er þess að geta að í Kjarnaskógi eru skilyrði til að vera á gönguskíðum nú með allra besta móti og nýi troðarinn sér til þess að halda brautunum góðum fyrir gesti svæðisins. Þar er einnig að finna alls kyns aðra afþreyingu og aðstöðu til að grilla á góðviðrisdögum,“ segir á vef Akureyrarbæjar í dag.

Smellið hér til að sjá kort yfir troðnar slóðir í Kjarnaskógi.

Nýr snjótroðari Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur reynst frábærlega í Kjarnaskógi og þar eru jafnan úrvals spor fyrir gönguskíðamenn svo fremi sé nægur snjór. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson