Fara í efni
Fréttir

Ónýtur ís úr Ísbílnum endurgreiddur

Samkvæmt áætlun Ísbílsins verður hann næst við Eyjafjörð föstudaginn 5. ágúst. Mynd: Facebooksíða Ísbílsins.

Ísbílinn hefur hafið endurgreiðslu á gölluðum vörum sem seldar voru í Eyjafirði, Skagafirði og A-Húnavatnssýslu dagana 8.-10. júlí síðastliðinn.

Í tilkynningu frá Ísbílnum segir að vegna mistaka hjá Samskipum hálfþiðnaði vara sem var afhent Ísbílnum endurfryst á Akureyri. Allar vörur sem hugsanlega tilheyrðu sendingunni voru teknar úr sölu þegar þetta uppgötvaðist. Viðskiptavinum sem keyptu gallaðar vörur úr þessarri sendingu stendur til boða að sækja um endurgreiðslu. Í því sambandi hefur verið settt upp endurgreiðsluform á heimasíðu Ísbílsins. https://isbillinn.is/endurgreidslur-is-2023

Farið verður yfir verkferla til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig ekki. Hægt verður að sækja um endurgreiðslu til og með mánudagsins 21. ágúst.