Fara í efni
Fréttir

Öllum verslunum Geysis hefur verið lokað

Verslun Geysis við göngugötuna á Akureyri. Mynd af heimasíðu fyrirtækisins.
Verslun Geysis við göngugötuna á Akureyri. Mynd af heimasíðu fyrirtækisins.

Öllum sex verslunum Geysis hefur verið lokað og öllu starfsfólki sagt upp. DV sagði fyrst frá þessu í morgun. Fimm Geysisverslanir hafa verið reknar í Reykjavík og ein við Hafnarstræti á Akureyri.

Í verslunum Geysis voru seld bæði þekkt erlend tískufatamerki og eigin hönnun, auk heimilisbúnaðar. DV segir að reksturinn hafi verið þungur síðasta árið vegna kórónuveirufaraldursins.

Verslun Geysis í Haukadal er rekin af öðru félagi en hinar og verður áfram opin.