Fara í efni
Fréttir

Öll trén í skóginum eiga að vera vinir!

Skógartré í sérhverjum skógi virðast hafa sammælst um ákveðnar, óskrifaðar siðareglur sem öllum trjám ber að fara eftir. Ef þær væru samdar af Torbjörn Egner væri fyrsta reglan þessi: „Öll trén í skóginum eiga að vera vinir“. Reglurnar ná yfir viðeigandi hegðun, vöxt, vaxtarhraða og umfang trjáa í þroskuðum skógarvistkerfum, sem og hvar hver tegund skal halda sig.

Þannig hefst fimmti pistill Sigurðar Arnarsonar um Tré vikunnar sem Akureyri.net birtir.

Sigurður segir: „Því verður samt ekki á móti mælt að alltaf eru til einstaklingar sem brjóta siðareglur. Sérstaklega óskráðar siðareglur. Gildir það jafnt um menn og tré. Stundum eru reglurnar brotnar vegna sjúkleika þeirra sem brjóta þær, í eiginhagsmunaskyni eða vegna þess að gott tækifæri býðst.“

Siðareglur um vöxt

„Í vel þroskuðum skógum gildir eftirfarandi regla: Tré skal hafa einn beinan stofn sem heldur uppi krónu. Krónan skal sjá um ljóstillífun án þess að draga um of úr möguleikum annarra trjáa til ljóstillífunar. Trjástofninn skal innihalda árhringi sem eru nokkuð reglulegir. Hann skal líka hafa æðar sem flytja vatn og uppleyst steinefni frá rótum upp í laufkrónuna og afurðir ljóstillífunar (sykrur) um allt tréð. Hvert tré í skóginum skal vera svipað á hæð og næstu tré. Rótin skal vaxa ofan í jörðina og halda trénu föstu ásamt því að afla vatns og næringarefna.“

Smellið hér til að lesa pistilinn