Fara í efni
Fréttir

Ólafur spyr Norðurorku enn um dælustöðina

Ólafur Kjartansson spyr stjórn Norðurorku ýmissa spurninga varðandi dælu- og hreinsistöðina í Sandgerðisbótinni í opnu bréfi sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Ólafur hefur áður fjallað um stöðina. „Það vildi svo til að ég var að vinna þarna sem iðnaðarmaður á byggingartíma við uppsetningu og frágang á loftræstingu. Þar fékk ég algerlega ónothæfa vinnuteikningu frá verkfræðistofu,“ skrifar hann í opna bréfinu.

„Framkvæmdin kostaði umtalsverða fjármuni og ég geri kröfu um upplýsta umræðu þegar um svona háar upphæðir er að ræða,“ skrifar Ólafur og bætir við: „Ég legg áherslu á að mistök séu ekki til að fela þau, heldur verði þau best nýtt til að læra af þeim ekki síður en að læra af því sem tekst vel.“

Ólafur skrifar: „Snemmsumars 2019 var ég að klæða lögn sem er í horni stjórnrýmisins og við hliðina á mér var tæknimaður að ræsa dælukerfið. Þar kom babb í bátinn, hólf sem tók við skólpinu eftir grófsíunina yfirfylltist svo ekki réðist neitt við neitt. Stöðin í heild var hæðarsett þannig að 400 m lögnin virkaði bara á háfjöru og um leið og féll að flæddi yfir skilrúm á milli hólfa. Ég veit ekki hvað var gert til að bjarga þessu en þetta tafði gangsetninguna um nokkra mánuði.

400 m útrásarlögnin var lögð út á 40 m dýpi en því miður fer ekki allt skolpið þá leið, það sést ef veður er stillt hvar sjófuglarnir hnappast á blettina yfir virka endann á útrásarlögnunum. Það fylgir sjávarföllum, á fjöru rennur út í 400 m lögnina en þegar fellur að breytist það og á flóðinu virðist skolpið renna út um eldri lögnina sem endar mun nær landi.“

Smellið hér til að lesa grein Ólafs