Fara í efni
Fréttir

Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor við HA

Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar samkomugesti eftir að hann var gerður að heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hlaut í dag heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda við Háskólann á Akureyri.

Haldið var málþing undir yfirskriftinni Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd, þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og aðrir fræðimenn fjölluðu um og áttu orðastað við Ólaf Ragnar um málaflokka þar sem hann hefur mikið látið að sér kveða. Að málþinginu loknu for fram formleg athöfn í hátíðarsal skólans þar sem forsetanum fyrrverandi var veitt heiðursdoktorsnafnbótin.

Nánar síðar

Guðmundur Heiðar Frímannsson sem hélt ávarp á athöfninni í dag sem fulltrúi fræðasamfélagsins, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, Ólafur Ragnar Grímsson heiðursdoktor og Birgir Guðmundsson, forseti Hug- og félagsvísindasviðs HA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson