Fara í efni
Fréttir

Ók í veg fyrir bíl sem kastaðist á rútu

Ók í veg fyrir bíl sem kastaðist á rútu

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á mótum Gránufélagsgötu og Hjalteyrargötu síðdegis. Ekki er þó talið að neinn sé alvarlega slasaður.

Talið er víst að bíl á leið upp Gránufélagsgötu hafi verið ekið í veg fyrir annan sem var á leið norður Hjalteyrargötu. Sá snérist og lenti framan á rútu sem kom norðan að.  Þar voru á ferð ökukennari og nemandi.