Fara í efni
Fréttir

Óhapp á Öxnadalsheiði og umferð gæti tafist

Tafir gætu orðið á umferð næstu klukkutíma á Öxnadalsheiði við Gil. Þar varð umerðaróhapp fyrir skömmu þar sem jeppi og fólksflutningabifreið rákust staðnum. Lögregla og björgunarlið er á staðnum og einungis önnur akreinin er opin. Unnið er að því að koma fólki til byggða. Engin slys urðu á fólki og biðlar lögreglan til ökumanna er fara fram hjá að sýna aðgæslu. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar.
 
Uppfært eftir kvöldmat – Vinnu á vettvangi lokið og búið að fjarlægja ökutækin. „Þökkum vegfarendum fyrir þolinmæði og skilning,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar.