Fara í efni
Fréttir

Oddfellow gefur rúmar þrjár milljónir

Oddfellow gefur rúmar þrjár milljónir

Fimm Oddfellowstúkur eru á Akureyri og þær sameinuðust um að styrkja Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar að þessu sinni. Anna Þóra Baldursdóttir, yfirmeistari Rebekkustúkunnar nr. 2 Auðar, og Örn Stefánsson, yfirmeistari Bræðrastúkunnar nr. 2 Sjafnar, afhentu  styrkinn, samtals 3,3 milljónir króna. Á móti styrknum tóku Sigríður M. Jóhannsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd og formaður Velferðarsjóðsins, og Elín Kjaran foringi í Hjálpræðishernum.