Fara í efni
Fréttir

Nýr vefur – settu þig í spor Sherlock Holmes!

Fræða- og þekkingarsetrið AkureyrarAkademían tók í dag í notkun nýja vefsíðu, www.akak.is sem hönnuð var af hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu. AkAk býður fólki upp á vinnuaðstöðu til að sinna sínum hugðarefnum og almenningi upp á viðburði, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.

Í tilefni nýju heimasíðunnar bregður AkureyrarAkademían á leik. „Í tilefni af því bjóðum við upp á skemmtilegan leik sem felst í því að leysa lauflétta krossgátu sem er á forsíðu nýju síðunnar,“ segir í tilkynningu. „Til þess að gera það þarftu að setja þig í spor Sherlock Holmes, skoða upplýsingar á síðunni og ráða krossgátuna og finna lausnarorðið, og senda það inn með því að smella á textahnappinn fyrir neðan krossgátuna. Við ætlum að draga úr réttum innsendum lausnarorðum, þriðjudaginn 11. apríl nk. Einn heppinn einstaklingur verður Akademón vefsíðunnar og fær verðlaun að auki.“

Um AkureyrarAkademíuna

  • AkureyrarAkademían er fræða- og þekkingarsetur á Akureyri, stofnað árið 2006, og er til húsa í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð 12, Akureyri.
  • Við bjóðum einstaklingum upp á vinnuaðstöðu til að sinna sínum hugðarefnum og almenningi upp á viðburði, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra.Háskólanemar og fjölbreyttur hópur vísinda-, fræði- og listamanna sem og frumkvöðla hafa notið vinnuaðstöðu hjá okkur um lengri eða skemmri tíma.
  • Við höfum staðið fyrir fjölmörgum viðburðum sem hafa auðgað mannlíf og menningarstarf á Akureyri þar sem áhersla hefur verið lögð á að kynna fjölbreytt viðfangsefni með aðgengilegum og áhugaverðum hætti, virkja almenning til þátttöku og stuðla að umræðum. (Úr tilkynningu frá AkAk í dag) 

Heimsíða AkureyrarAkademíunnar