Fara í efni
Fréttir

Nýja lyftan tilbúin eftir „nokkrar vikur“

Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli verður að öllum líkindum tekin í notkun innan fárra vikna, að sögn Geirs Gíslasonar, talsmanns Vina Hlíðarfjalls, sem standa að framkvæmdinni og munu, þegar allt er klárt, afhenda Akureyrarbæ lyftuna til notkunar.

„Úttekt á lyftunni var gerð samkvæmt evrópskum stöðlum og þá komu í ljós nokkur smávægileg atriði sem verið er að vinna við að laga. Þetta tekur allt meiri tíma en maður ætlar, en það styttist í að lyftan verði tilbúin,“ sagði Geir við Akureyri.net í morgun. „Hún verður tilbúin eftir nokkrar vikur – ég þori ekki að segja neitt nánar til um það hvenær það verður,“ sagði Geir.