Fara í efni
Fréttir

Norðurljós stigu villtan dans í gærkvöldi

Norðurljósin voru með fallegra móti í gærkvöldi. Jóhann Már Kristinsson tók þessa mynd á Dalvík, Bæj…
Norðurljósin voru með fallegra móti í gærkvöldi. Jóhann Már Kristinsson tók þessa mynd á Dalvík, Bæjarfjallið skartar sínu fegursta undir dansandi ljósum.

Norðurljósin glöddu Eyfirðinga í gærkvöldi og margir brugðu myndavélum sínum og símum á loft sem endranær. Jóhann Már Kristinsson tók meðfylgjandi myndir á Dalvík þar sem Bæjarfjallið, eitt stolta bæjarbúa, var óvenju fallegt undir dansandi ljósum.

Aðstæður voru frábærar til norðurljósaskoðunar í gærkvöldi en svo verður ekki aftur í bráð, því spáð er skýjuðu næstu kvöld.