Fara í efni
Fréttir

Nöldur og nagg er stórlega vanmetið

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor og pistlahöfundur, telur nöldur og nagg stórlega vanmetin fyrirbæri. Hann hefur haft svo gott sem sömu æfingafélaga í ræktinni í 20 ár, það sé „skrautlegur kokteill“ en hópurinn hafi rakað saman ýmsum verðlaunum í þrektengdum greinum gegnum árin – undir nafninu Nöldur og Nagg. „Það er vel við hæfi, enda innanborðs mikið um hverskyns tuð, nöldur og nagg. Og útá við meðal annars um skipulagsmál bæjarins þar sem helst engu má breyta. Helst ekki um vindátt,“ segir Grétar í pistli dagsins.

Smellið hér til að lesa pistil Grétars.