Fara í efni
Fréttir

Nokkrir tugir mótmæltu á Ráðhústorgi

Rún­ar Freyr Júlí­us­son, ung­ur sósí­alisti, einn þeirra sem ávarpaði samkomuna á Ráðhústorgi. Aðse…
Rún­ar Freyr Júlí­us­son, ung­ur sósí­alisti, einn þeirra sem ávarpaði samkomuna á Ráðhústorgi. Aðsend ljósmynd.

Nokkrir tugir mættu á Ráðhústorg í dag á mótmæli sem sem ungliðahreyf­ing­ar Sósí­al­ista, Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisn­ar boðuðu til og nokkur hundruð munu hafa mætt á sambærilegan fund á Austurvelli í Reykjavík.

Til­efni mót­mæl­anna eru yfirheyrslur sem Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur boðað fjóra blaðamenn til; blaðamenn sem fjölluðu um svokallaða „skæru­liðadeild“ Sam­herja. Lögreglan rannsakar brot gegn friðhelgi einkalífs og blaðamennirnir fjórir hafa stöðu sakborninga. Fjórmenningarnir eru Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks á RÚV.

Skýrslutökur áttu að fara fram á mánudag og þriðjudag en hefur nú verið frestað eftir að Aðalstein Kjartansson kærði skýrslutökuna til Héraðsdóms Norðurlands eystra. Beðið verður eftir því að rétturinn úrskurði um lögmæti þeirra.