Fara í efni
Fréttir

Nóg til skiptanna í þessu gjöfula landi

Nóg til skiptanna í þessu gjöfula landi

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hægt að efna til hátíðahalda að þessu sinni en Akureyri.net birtir 1. maí ávarp stéttarfélaganna við Eyjafjörð.

Í ávarpinu segir meðal annars: „Þó við gleðjumst öll yfir því að sjá ljósið við enda ganganna með auknum bólusetningum þá þurfum við alltaf að halda vöku okkar. Við búum í landi þar sem enginn þarf að líða skort. Nóg er til skiptanna í þessu gjöfula landi. Íslendingum er gestrisni í blóð borin og við höfum gjarnan á orði að það sé nóg til þegar við bjóðum gestum okkar að njóta veitinga. Við viljum deila og að aðrir njóti.“

Smellið hér til að lesa ávarpið