Fara í efni
Fréttir

Viðurkenningar til nemenda og starfsfólks

Hópurinn sem fékk viðurkenningu í gær ásamt Þorláki Axel Jónssyni. Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Hópurinn sem fékk viðurkenningu í gær ásamt Þorláki Axel Jónssyni. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Nemendur og starfsfólk sem talið er hafa skarað fram úr í skólastarfi á Akureyri fengu í gær viðurkenningu frá fræðsluráði bæjarins.

Á vef bæjarins segir að í þetta skipti hafi verið veitt 31 viðurkenning í tveimur flokkum, níu í flokki nemenda og 22 í flokki starfsólks og verkefna.

„Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert í skólasamfélaginu og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenning er einnig staðfesting á því að viðkomandi skóli/starfsmaður/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Fræðsluráð hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Fræðsluráð ákveður fjölda viðurkenninga ár hvert að fenginni tillögu valnefndar,“ segir í tilkynningu.

Þorlákur Axel Jónsson, varaformaður fræðsluráðs, stýrði athöfninni í gær. Hún var haldin í sal Brekkuskóla.

Þessi hlutu viðurkenningu:

Nemendur

 • Eyja B. Guðlaugsdóttir, Naustaskóli
 • Lobna Kamoune, Brekkuskóli
 • Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Naustaskóli
 • Arney Elva Valgeirsdóttir, Oddeyrarskóli
 • Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson, Síðuskóli
 • Björn Sigurður Kristinsson, Hlíðarskóli
 • Mahout Ingiríður Matharel, Naustaskóli
 • Dagur Kai Konráðsson, Naustaskóli
 • Rakel Arna Steinsdóttir, Síðuskóli

Starfsfólk

 • Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Iðavöllur
 • Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir, Iðavöllur
 • Inga Dís Sigurðardóttir, Giljaskóli – hlaut tvær viðurkenningar
 • Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Oddeyrarskóli
 • Drífa Þórarinsdóttir, Pálmholti
 • Arna Benný Harðardóttir, Brekkuskóli
 • Guðrún Íris Valsdóttir, Brekkuskóli
 • Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, Naustaskóli
 • Vala Björt Harðardóttir, Naustaskóli
 • Jórunn Eydís Jóhannesdóttir, Krógabóli
 • Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, Krógabóli,
 • Lilja Valdemarsdóttir, Krógabóli
 • Hildur Berglind Búadóttir, Krógabóli
 • Dýrleif Skjóldal, Hulduheimum, Koti
 • Sigurrós Karlsdóttir, Oddeyrarskóli
 • Rakel Óla Sigmundsdóttir, Oddeyrarskóli
 • Jónas Sigursteinsson, Oddeyrarskóli
 • Sigrún María Steinsdóttir, Oddeyrarskóli
 • Þórarinn Torfason, Oddeyrarskóli
 • Steinunn Línbjörg Ragnarsdóttir, Giljaskóli
 • Ragnheiður Thelma Snorradóttir, Giljaskóli