Fara í efni
Fréttir

Næturfrost áfram en hlýnar brátt

Stund er hlýtt en þó ekki; einstaka sinni skítkalt en samt eiginlega ekki ... Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Næturfrost verður áfram þessa viku á Akureyri og næsta nágrenni, en veðurfræðingurinn kunni, Einar Sveinbjörnsson, veðurvinur Akureyri.net, telur að hitinn muni skríða í 10 stig á næstunni. Það þykja sjaldnast mikil tíðindi á þessum árstíma, en svo er því miður nú.

Einar segir að margt bendi til breytinga upp úr næstu helgi, hvítasunnuhelginni, og að þá taki loks að hlýna með suðlægum háloftavindi. „Ekki síst norðanlands og um leið og nepjan úr norðri á ekki lengur greiðan aðgang þá hætta þessi næturfrost,“ segir Einar. „Óvissa er hins vegar meiri um það hvænær tekur að rigna, en úrkoma á Akureyri hefur ekki mælst nema 1,1 millimetri það sem af er maí!“ segir Einar.

Smellið hér til að fara inn á Bliku, veðurvef Einars.