Fara í efni
Fréttir

Ná Þórsarar að þagga niður í Kórdrengjum?

Kórdrengir aðgangsharðir við Þórsmarkið þegar beðið var eftir hornspyrnu í fyrri leiknum í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar sækja Kórdrengi heim í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á  Leiknisvellinum (Domusnovavellinum) í Breiðholti og er sýndur beint hér á lengjudeildin.is 

Kórdrengir unnu fyrri leik liðanna í sumar 1:0 á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) um miðjan júní. 

Framarar hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild næsta sumar en Kórdrengir eru í baráttu um að ná 2. sæti deildarinnar og komast þannig upp. Þeir hafa reyndar tapað tveimur síðustu leikjum, 1:0 heima fyrir ÍBV og 2:1 úti fyrir Gróttu, sem voru reyndar mjög ósanngjörn úrslit að sögn. Því kæmi á óvart ef þeir yrðu ekki grimmir í dag, enda eru þeir það alla jafna. Kórdrengir eru sem stendur í fjórða sæti með 28 stig eftir 16 leiki en Þórsarar í áttunda sæti með 19 stig eftir 16 leiki.