Fara í efni
Fréttir

Munaðarlaus hæna þrjú ár í fóstri í Innbænum

Steinar Sigurðsson og hænan. Skjáskot af vef RUV.

Steinar Sigurðsson, sem býr við Aðalstræti á Akureyri, hefur undanfarin þrjú ár fóstrað hænu sem hefur komið sér fyrir í stóru tré í garðinum hjá honum. Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður sagði þessa stórskemmtilegu frétt í Ríkissjónvarpinu í kvöld! Þar segir að Steinar hafi margreynt að komast að uppruna hænunnar en án árangurs.

Hænan birtist fyrst fyrir utan húsið hjá Steinari fyrir þremur árum og hefur frá þeim tíma verið hálfgert gæludýr fjölskyldunnar. „Hún byrjaði bara að vappa hérna í kringum húsið, svo leiðir þetta hvert af öðru. Svo fer maður að gefa henni,“ segir Steinar við RÚV. Á veturna hefur hænan haldið til uppi í tré og ekki komið niður nema til að éta. Í fréttinni kemur fram að Steinar hafi loks fundið heimili úti í sveit fyrir hænuna.

Smelltu hér til að horfa á frétt RÚV