Fara í efni
Fréttir

Mun betri þjónusta ef ein þyrla LHG yrði á Akureyri

Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, skrifar grein á Akureyri.net í dag um sjúkraflug með þyrlum. Á mynd sem birtist með greininni kemur fram hvernig sjúkraflug dreifðist um landið árið 2015. Myndin sýnir „hversu slæma eða lélega þjónustu hægt er að veita á austurhluta landsins þegar sjúkraflugi með þyrlum er einungis sinnt frá Reykjavíkurflugvelli,“ skrifar þingmaðurinn.

Lausnin felst í að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri, segir Njáll Trausti. „Auk þess að vera miðsvæðis á landinu, er augljós tenging við sjúkraflugið í landinu sem er staðsett á Akureyri. Þar geta læknar á Akureyri mannað hluta þyrluáhafnar eins nú er til staðar í tengslum við sjúkraflugið,“ skrifar Njáll Trausti og bendir á í því samhengi að tveir af fimm þyrluflugstjórum Gæslunnar búi hér fyrir norðan.

Smellið hér til að lesa grein Njáls Trausta