Fara í efni
Fréttir

Mótmæla harðlega hækkun gjalda í Sæfara

Í Grímseyjarhöfn. Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Bæjarráð Akureyrar hefur harðlega mótmælt hækkun á farm- og fargjöldum Grímseyjarferjunnar Sæfara, en Vegagerðin hefur samþykkt ósk Samskipa um að hækka fargjöld um 12% og farmgjöld um 14%.

Bæjarráð telur mikilvægt að þjóðferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af grunnkerfi samgangna. Til þjóðferjuleiða teljast leiðir þar sem ferja kemur í stað vegasambands og tengir byggðir landsins sem umluktar eru sjó við grunnkerfi samgangna á meginlandinu.

Áætlað er að ný gjaldskrá taki gildi í maí en endanleg ákvörðun reyndar sögð ekki liggja endanlega fyrir, í bréfi Vegagerðarinnar til Akureyrarbæjar. Vegerðin segir verð í Sæfara ekki hafa hækkað síðan samningur við Samskip tók gildi árið 2017.

Hækkun gjalda í Hríseyjarferðuna Sævar tók gildi um áramót. Fargjöld hækkuðu þá um 13% og farmgjöld 14%.