Fara í efni
Fréttir

Mjög slæm spá – ekkert ferðaveður

Mjög slæmu veðri er spáð víða um norðan- og vestanvert land á morgun og raunar strax í nótt á Norðausturlandi.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum.

Veðurstofa Íslands spáir því að seint í nótt gangi í norðanvestan átt á Norðurlandi eystra, 15 til 23 metra á sekúndu, með talsverðri rigningu eða slyddu á láglendi. Síðdegis er spáð 13 til 18 m á sekúndu og að stytti upp. Hiti verður 1 til 6 stig.

Á vef Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir: „Spáð er óveðri sem getur spillt færð og valdið foktjóni, fyrst á Norðausturlandi í nótt sem gengur síðan vestur yfir Norðurland og nær hámarki á Vestfjörðum seinnipart dags á morgun.“

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspánni og færð á vegum.

Vefur Veðurstofu Íslands

Vefur Vegagerðarinnar