Fara í efni
Fréttir

Minningartónleikar um Arnar Gunnarsson

Minningartónleikar um Arnar Gunnarsson handknattleiksþjálfara með meiru verða á Vitanum í kvöld og hefjast kl. 20.00.
 

Á tónleikunum koma fram þeir tónlistarmenn sem Arnar mat hvað mest, að því er segir í tilkynningu: Stefán Jakobsson – Stebbi Jak úr þungarokkssveitinni Dimmu – og hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir.

„Allur ágóði af miðasölu rennur í stofnun minningarsjóðs sem mun hafa það markmið að styrkja ungt og metnaðarfullt handknattleiksfólk, nokkuð sem er eins mikið í anda Adda og hægt er,“ segir í tilkynningu.

Þeim sem ekki komast á tónleikana en vilja leggja minningarsjóðum lið er bent á þennan reikning:
 
  • 0370-26-036559
  • Kennitala 610622-0970 (Validator)
Fólk er beðið um að merkja greiðsluna Styrkur