Fara í efni
Fréttir

Minnast Kristins Arons sem lést á Laugum

Minnast Kristins Arons sem lést á Laugum

Drengurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum 2. febrúar hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson. Hann var 19 ára. Greint var frá nafni hans á vef skólans í dag. Þar kemur fram að minningarathöfn verður um Kristin í skólanum á föstudaginn. Þar koma saman nemendur, starfsfólk og vinir hans og mun séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur leiða minningarathöfnina.