Fara í efni
Fréttir

Mikilvægt að hlúa að menntun fagmanna

Mynd af vef Verkmenntaskólans á Akureyri.

Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) fékk vikunni að gjöf nokkrar stórar sagir, vinnuborð og fleira. Það voru fulltrúar byggingafyrirtækjanna Húsheild ar og Hyrnu, og sölu- og þjónustufyrirtækisins Þórs, sem komu færandi hendi.

Elvar Jónsteinsson frá Þór segir ánægjulegt að geta lagt starfi byggingardeildar VMA lið með þessum hætti, mikilvægt sé að styðja eins og kostur er við námið.

Ólafur Ragnarsson aðaleigandi Húsheildar og Hyrnu segir ekkert launungarmál að fyrirtækið hafi fjölmörg stór og krefjandi verkefnum á sinni könnu en það vanti fleira fagmenntað fólk. Gjöfin til byggingadeildar VMA undirstriki hversu mikilvægt sé að hlúa sem best að menntun fagmanna, það sé lykilatriði til þess að fá fleiri slíka út á vinnumarkaðinn, að því er segir á vef VMA. „Hjá Húsheild og Hyrnu sé lögð áhersla á að nemendur á samningi fái sem víðtækasta reynslu, þeir fái tækifæri til þess að takast á við ólík verkefni og menntun þeirra verði því þegar upp er staðið breið og góð. Ólafur segir mikla áherslu vera á gæðamálin hjá Húsheild og Hyrnu og það sama megi segja um öryggismálin,“ segir á vef skólans.

Nánar hér á vef Verkmenntaskólans.

Elvar Jónsteinsson sölustjóri hjá Þór, Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari og Helgi Valur Harðarson, brautarstjóri byggingadeildar VMA.