Fara í efni
Fréttir

Mikill reykur vegna sinubruna - MYNDIR

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Mikinn reyk lagði yfir hluta Glerárhverfis, niður á Oddeyri og alla leið inn á flugvöll í morgun eftir að kviknaði í sinu á milli húsanna Sæbergs og Lundeyrar, austan við Krossanesbraut í Glerárhverfi. Slökkvilið og lögreglan komu fljótlega á staðinn og náðu að slökkva á skömmum tíma, en sina brann á töluvert stóru svæði. Ekkert tjón hlaust af.

Íbúi í innbænum sem Akureyri.net ræddi sagði svo þykkan reyk hafa lagt alla leið þangað að ekki sást í flugbrautina úr Aðalstrætinu, sem er steinsnar frá. 

Að sögn lögreglu er óljóst hvers vegna kviknaði í en á vef RÚV kemur fram að grunur leiki á því að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.

Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.